Ástríki

Útgáfufélag

 

 

draumahús önnu

Draumahús Önnu

(2017)

Eftir L. M. Montgomery

Anna Shirley og Gilbert Blythe gifta sig loks, eftir langt og stormasamt tilhugalíf og langa en kyrrlátari trúlofun, og hreiðra um sig í litlu húsi nálægt smábænum Maríuvogi á Prins Eðvarðs-eyju. Þar eignast þau sín fyrstu börn og kynnast nýju og áhugaverðu fólki, upplifa gleðistundir en einnig mikla sorg.

Draumahús Önnu er fimmta bókin í bókaflokknum um Önnu í Grænuhlíð eftir Lucy Maud Montgomery. Sagan kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í óstyttri þýðingu. 

Auður Aðalsteinsdóttir, Ásta Gísladóttir og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir þýddu.

Smellið hér til að leggja inn pöntun, hún verður svo send heim. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Reikningur verður sendur með pöntun og birtist sem krafa í heimabanka sé þess óskað.

Uppseld

 


 

 

Anna Í Asparblæ - Forsíða (1)

Anna í Asparblæ

(2015)

Eftir L. M. Montgomery

Anna Shirley er loksins trúlofuð Gilbert en enn eru þrjú ár í giftingu og nægur tími til að kynnast nýjum vinum og lenda í ævintýrum. Hún ræður sig sem skólastjóra í menntaskólanum í Summerside og þarf þar að takast á við erfiða nemendur, samkennara og bæjarpólitík. Þótt vandræðin elti hana á röndum er Anna úrræðagóð og nýja heimilið í Asparblæ hjá hinum sérvitru eldri systrum, Kötu og Kattý, sannkölluð vin í eyðimörk.

Anna í Asparblæ er fjórða bókin í bókaflokknum Önnu í Grænuhlíð eftir Lucy Maud Montgomery og kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir þýddi.

Smellið hér til að leggja inn pöntun, hún verður svo send heim. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Reikningur verður sendur með pöntun og birtist sem krafa í heimabanka sé þess óskað.

Tilboðsverð: 2.990 kr.

 


 

anna frá eynni

Anna frá eynni

(2014)

Eftir L. M. Montgomery

Anna Shirley hefur kvatt Grænuhlíð á Prins Eðvarðs-eyju og hafið nám við Redmond háskóla á meginlandi Kanada. Þar kynnist hún nýjum vinum og býr sér heimili ásamt þeim á hinum notalegu Petrustöðum. Ástarmálin eru ungu háskólafólki ofarlega í huga og skóli lífsins reynist ekki síður mikilvægur. Anna þarf að kljást við óæskilega vonbiðla, leysa úr ástarflækjum annarra og reyna að finna hvað býr í hennar eigin hjarta.

Anna frá eynni er þriðja bókin í bókaflokknum Önnu í Grænuhlíð eftir Lucy Maud Montgomery. Sagan kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í óstyttri þýðingu.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir þýddi.

 

Smellið hér til að leggja inn pöntun, hún verður svo send heim. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Reikningur verður sendur með pöntun og birtist sem krafa í heimabanka sé þess óskað.

Tilboðsverð: 2.990 kr.

 


 

Anna -i -avonlea -forsida

Anna frá eynni
(2013)

Eftir L. M. Montgomery

Anna Shirley er á sautjánda ári og starfar sem kennslukona í heimabæ sínum, Avonlea. Hvatvísi hennar, forvitni og björt sýn á lífið setur mark sitt á bæjarlífið á meðan Anna heyir baráttur við ódælar kýr, óknytta stráka og orðljóta páfagauka. Ástin og fjölskylduböndin eru henni eftir sem áður kær og þar skiptast á skin og skúrir.

Anna í Avonlea er önnur bókin í bókaflokknum Önnu í Grænuhlíð eftir Lucy Maud Montgomery. Sagan kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í óstyttri þýðingu.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir þýddi.

 

Smellið hér til að leggja inn pöntun, hún verður svo send heim. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Reikningur verður sendur með pöntun og birtist sem krafa í heimabanka sé þess óskað.

Tilboðsverð: 2.990 kr.

 


 

Anna -forsida1

Anna í Grænuhlíð
(2012)

Eftir L. M. Montgomery

Anna Shirley er ellefu ára munaðarlaus stúlka sem fyrir tilviljun
eignast heimili hjá eldri systkinum, Marillu og Matthíasi í Grænuhlíð,
og lífgar heldur betur upp á tilveruna þar á bæ. Stúlkan er
hvatvís og uppátækjasöm, en einnig greind, útsjónarsöm og ástúðleg. Leiðarvísir hennar í gegnum lífið er ímyndunaraflið sem hleypur oftar
en ekki með hana í gönur.

Sagan gerist í Kanada í lok 19. aldar en Anna í Grænuhlíð hefur brætt hjörtu íslenskra lesenda í nær sjötíu ár og vinsældir hennar hafa lítið dalað. Nú kemur út í fyrsta skipti heildarþýðing á fyrstu bókinni í bókaflokknum sem telur alls átta bækur.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir þýddi.

 

Smellið hér til að leggja inn pöntun, hún verður svo send heim. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Reikningur verður sendur með pöntun og birtist sem krafa í heimabanka sé þess óskað.

Tilboðsverð: 2.990 kr.